„Þurfum tíma til að anda“

Alexis Tsipras vill lækka skuldir Grikklands um allt að því …
Alexis Tsipras vill lækka skuldir Grikklands um allt að því helming með því að semja við Evrópusambandið. AFP

Ný ríkisstjórn Grikklands hefur í dag herferð sína til að semja um aukna skuldalækkun landsins við stjórnvöld í Evrópu þrátt fyrir að Angela Merkel hafi staðhæft að Þýskaland muni ekki styðja slíkar aðgerðir.

Forsætisráðherrann Alexis Tsipras segist trúa á því að samkomulag muni nást milli Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fjármálaráðherrann, Yanis Varoufakis, er nú kominn til Parísar þar sem hann á fundi í dag með fjármálaráðherra Frakklands, Michel Sapin, og Emmanuel Macron, ráðherra efnahagsmála. Að þeim yfirstöðnum mun hann halda til Lundúna og Rómar. Sapin hefur þegar lýst því yfir að hann telji að Evrópusambandið eigi að vera opnara fyrir viðræðum við nýju grísku ríkisstjórnina um endurskipulagningu skulda landsins

Tsipras mun funda með Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, og Francois Hollande, forsætisráðherra Frakklands, í næstu viku. Segir hann fyrirætlanir sínar varðandi skuldalækkun ekki þýða að Grikkland muni ekki virða skuldbingingar sínar við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

„Þvert á móti þýða þær að við þurfum tíma til að anda og búa til okkar eigin bataáætlanir,“ sagði hann.

Andrýmið inniheldur áætlanir um að koma jafnvægi á fjárlögin, að undanskildum greiðslum skulda, og taka hart á skattsvikum, spillingu og stjórnarstefnum sem koma aðeins hinum fáu ríku til góða, að sögn Tsipras.

Hvorki hann né Varoufakis hyggjast heimsækja Þýskaland á skuldalækkunarherferð sinni, sem hefur staðið undir meirihluta lána Grikklands og hefur mótmælt fyrirætlunum nýju ríkisstjórnarinnar harðlega. Þjóðverjar eru ekki þeir einu sem eru mótfallnir meiri skuldalækkunum því leiðtogar Portúgals og Finnlands hafa jafnframt hafnað slíkum hugmyndum.

Grikkland glímir enn við skuldir upp á meira en 315 milljarða evra, sem er meira en 175% af vergri landsframleiðslu, sem er met innan Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert