Eftirlitið dæmt ólöglegt

AFP

Það er brot á mannréttindalögum að veita aðgang að upplýsingum sem Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) aflaði með vafasömum hætti á netinu. Þetta er niðurstaða bresks rannsóknardómstóls.

Samkvæmt frétt Guardian er um upplýsingar að ræða sem eftirlitsstofnunin breska ríkisins (GCHQ) aflaði og er þetta í fyrsta skipti sem eftirlit hennar brýtur gegn lögum. Um er að ræða upplýsingar sem stofnunin fékk hjá NSA.

Í desember komst dómstóllinn, Investigatory Powers Tribunal, að þeirri niðurstöðu að eftirlit breskra stofnana á netinu brjóti ekki mannréttindi. En nú hefur IPT úrskurðað að þær upplýsingar sem GCHQ fékk frá NSA, þar sem fylgst var emð einkasamskiptum fólks á netinu, séu ólöglegar. Um er að ræða eftirlit í gegnum njósnakerfi NSA, sem nefnast Prism og Upstream. Eins og áður sagði er þetta í fyrsta skipti sem dómstóllinn dæmir slíkt eftirlit ólöglegt í fimmtán ára sögu dómstólsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert