Reyna að fá Pútín til að skrifa undir

Angela Merkel, Petró Porósjenkó og François Hollande
Angela Merkel, Petró Porósjenkó og François Hollande EPA

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel og forseti Frakklands, François Hollande, munu koma til Moskvu í dag eftir að hafa fengið jákvæð viðbrögð frá ráðamönnum í Kænugarði við áætlun um friðarsamkomulag í þeirri von að stöðva blóðbaðið í Úkraínu.

Forseti Úkraínu, Petró Porósjenkó, segir að viðræður við Merkel og Hollande hafi vakið upp vonir um að friður sé í sjónmáli en í tíu mánuði hefur verið hart barist í landinu.

Þau Merkel og Hollande munu funda með forseta Rússlands, Valdimír Pútín, síðar í dag en vesturveldin telja að Rússar standi á bak við uppreisnarherinn í Úkraínu. Vonast þau til þess að Pútín riti undir friðarsamkomulagið á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert