Norður-Kórea skaut skammdrægum eldflaugum

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norðurkóreski herinn skaut í gær á loft fimm skammdrægum eldflaugum í tilraunaskyni. Öllum tilraunaskotunum var beint út í Japanshaf, rétt utan við austurströnd Norður-Kóreu.

Aðeins eru fáeinir dagar síðan Norður-Kóreumenn kynntu til leiks nýja háþróaða eldflaug sem King Jong-Un, leiðtogi landsins, hyggst láta norðurkóreska hernum í té. Svo virðist sem spenna á Kóreuskaganum hafi aukist undanfarnar vikur, meðal annars vegna tilraunaskota Norður-Kóreumanna, þrátt fyrir stöðugar hótanir um beitingu refsiaðgerða af hálfu Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert