„Hann hatar okkur fyrir það sem við erum“

Mynd af unga fólkinu sem var myrt á þriðjudaginn. Deah …
Mynd af unga fólkinu sem var myrt á þriðjudaginn. Deah Shaddy Barakat, 23 ára, eiginkona hans, Yusor Mohammad, 21 árs og systir hennar, Razan Mohammad Abu-Salha, 19 ára. Af Twitter

Búist er við því að þúsundir taki þátt í bænastund þar sem að fólkinu sem var myrt í Chapel Hill í Norður Karólínu í Bandaríkjunum á þriðjudaginn verður minnst. 

Þau Deah Shaddy Barakat, 23 ára, eig­in­kona hans, Yusor Mohammad, 21 árs og syst­ir henn­ar, Raz­an Mohammad Abu-Salha, 19 ára voru skotin til bana af nágranna hjónanna á þriðjudagskvöldið. Hefur morðunum verið líkt við aftöku.

Að sögn lögreglu snerist morðið um nágrannaerjur, þá aðallega um bílastæði. Umræðan í kringum morðin hefur þó frekar beinst að  því að fólkið hafi verið myrt fyrir að vera múslímar. 

Var fólkið borið til grafar í dag en morðingjanum, Craig Stephen Hicks, hefur verið lýst sem byssuglöðum trúleysingja. 

Á vef The Daily Telegraph er rætt við vinkonu fórnarlambanna. Lýsir hún því hvernig Mohammad, hafi sagt henni frá nágrannanum. „Hún sagði í þessum nákvæmu orðum, „Hann hatar okkur fyrir það sem við erum“ og að hann hafi komið upp að húsi þeirra og sýndi þeim að hann væri með byssu. Sagði hann að þau hafi verið of hávær og vakið eiginkonu hans eða eitthvað þannig,“ sagði vinkonan.

Viðtalið í heild sinni má sjá að vef The Daily Telegraph hér.

Tók þrjú ungmenni af lífi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert