Árásarmaðurinn 22 ára Dani

Omar Abdel Hamid El-Hussein.
Omar Abdel Hamid El-Hussein. AFP

Maðurinn sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á tveimur skotárásum í Kaupmannahöfn í gær var 22 ára og fæddur og uppalinn í Danmörku. Maðurinn hét Omar Abdel Hamid El-Hussein, en eins og komið hefur fram var hann skotinn til bana af lögreglu eftir árásirnar í gær. 

Lögregla þekkti til mannsins vegna ofbeldishneigðar hans og tengingu hans við glæpagengi samkvæmt frétt TV2 í Danmörku. Samkvæmt frétt Ekstra-Bladet losnaði maðurinn úr fangelsi aðeins tveimur vikum fyrir árásina, en hann hafði setið inni fyrir líkamsárás.

Tveir lét­ust í árás­un­um og seg­ir danska lögreglan að árásarmaðurinn hafi mögu­lega verið und­ir áhrif­um frá hryðju­verk­un­um sem voru fram­in í Par­ís. Örygg­is­lög­regla lands­ins þekkti til manns­ins sem er tal­inn hafa verið einn á ferð. 

Mikil sorg ríkir í Danmörku eftir árásirnar, sem voru annars vegar gerðar á menningarhús í Kaupmannahöfn og hins vegar á bænahús gyðinga í borginni. Í árásinni á menningarhúsið lést danski kvik­mynda­gerðarmaður­inn Finn Nørga­ard, 55 ára, en talið er að skot­markið hafi verið sænski teikn­ar­inn Lars Vilks sem teiknaði á sín­um tíma skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni. Í menn­ing­ar­hús­inu fór í dag fram ráðstefna um list, tján­ing­ar­frelsi og guðlast.

Í árásinni á bænahúsið lést Dan Uzan, 37 ára gamall gyðingur. Uzan var vel liðinn og þekkt­ur í sam­fé­lagi gyðinga í Kaup­manna­höfn. Hann var á vakt í bæna­hús­inu í gær­kvöldi en þar var verið að ferma (bar mitzva) unga stúlku. „Manni líður minna öruggum, sérstaklega í gyðingasamfélaginu,“ sagði 65 ára gamli Liebecke í samtali við AFP fréttastofuna.

„Þetta er hræðilegt. Þetta er árás á hina frjálsu veröld,“ sagði hinn 84 ára gamli Joergen Johanssen annar viðmælandi fréttastofunnar.

Mikill viðbúnaður ríkir hjá dönsku lögreglunni eftir árásirnar.

EPA
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert