Sammála um að þjálfa uppreisnarmenn

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkjamenn og Tyrkir undirrituðu samkomulag í dag um að þjálfa og vopna þúsundir hófsamra uppreisnarmanna í Sýrlandi í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur. 

Fram kemur í frétt AFP að þar með hafi lokið löngum viðræðum ríkjanna um það með hvernig ætti að standa að því að þjálfa uppreisnarmennina og á hvaða andstæðing ætti að leggja áherslu. Tyrknesk stjórnvöld vilja að uppreisnarmennirnir verði bæði þjálfaðir til að berjast gegn stjórnvöldum í Sýrlandi og hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að þjálfunin verði fyrst og fremst liður í baráttu þeirra gegn Ríki íslams.

Bandarísk stjórnvöld vonast til þess að þjálfunin geti hafist í mars þannig að uppreisnarmennirnir geti verið reiðubúnir til taka þátt í bardögum í lok ársins. Stefnt er að því að þjálfa yfir 5 þúsund sýrlenska uppreisnarmenn fyrsta árið og í heildina 15 þúsund manns á þriggja ára tímabili. Þjálfunin mun fara fram í tyrkneska bænum Kirsehir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert