Saka Tyrki um svívirðilega innrás

Stjórnvöld Sýrlands lýsa aðgerð Tyrkja, sem fór fram í nótt, sem svívirðilegri innrás. Tyrkneski herinn fór þá inn í Sýrland til bjargar fjörutíu hermönnum sem varið hafa tyrkneskt grafhýsi í landinu.

„Tyrkir láta ekki aðeins nægja að gefa Daesh (Samtökunum Íslamskt ríki) alls kyns stuðning,“ segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sýrlands. „Heldur gera þeir einnig þessa svívirðilegu innrás á sýrlenskt yfirráðasvæði og eins og venjulega þá bíða þeir ekki eftir samþykki Sýrlendinga.“

Segir enn fremur í yfirlýsingunni að aðgerðin, sem framkvæmd var á svæði samtakanna Íslamskt ríki, beri vitni um náin tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar við hryðjuverkamennina.

Frétt mbl.is: Grafhýsisvörðum bjargað frá Sýrlandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert