12 ára stytti sér aldur eftir nauðgun

Frá Ciudad Juarez.
Frá Ciudad Juarez. AFP

Á fimmta tug manna hafa verið ákærðir eftir rannsókn á máli 12 ára stúlku frá Ekvador sem seld var mansali og síðar nauðgað. Stúlkan stytti sér aldur eftir að henni var bjargað og leit stóð yfir að fjölskyldu hennar. Mennirnir eiga yfir höfði sér frekari ákærur vegna annarra fórnarlamba.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í ellefu mánuði eða síðan stúlkunni var bjargað úr klóm manns sem hélt henni fanginni í mexíkósku borginni Ciudad Juarez. Henni var komið fyrir í athvarfi en á meðan foreldra hennar var leitað batt hún enda á líf sitt. Það var 11. mars 2014 og segir saksóknari að stúlkunni hafi nokkrum dögum áður verið nauðgað og að hún hafi verið reyna jafna sig eftir það.

Fyrr í þessum mánuði voru tveir karlmenn dæmdir í 16 ára fangelsi í Ekvador fyrir sinn þátt í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert