Grikkir lögðu fram listann

EPA

Grikkir hafa lagt fram tillögur sínar um efnahagsúrbætur tengdar neyðaraðstoð sem landið hefur fengið framlengda. Þetta staðfestir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar ritar á Twitter að listinn hafi borist á réttum tíma. Meðal þess sem finna má á listanum eru aðgerðir til þess að koma í veg fyrir smygl á eldsneyti og tóbaki og skattsvik.

Það er svo í höndum lánadrottna Grikklands að samþykkja listann og ef það verður gert þá hafa Grikkir tryggt sér fjögurra mánaða framlengingu lánapakkans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert