Obama beitti neitunarvaldinu

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti beitti í dag neitunarvaldi sínu vegna frumvarps um olíuleiðslu sem liggja átti þvert yfir Bandaríkin frá Kanada til Mexíkó og flytja 830 þúsund tunnur af olíu á dag, svonefnd Keystone XL-leiðsla.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í lok síðasta mánaðar lagafrumvarpið en deilur hafa staðið um málið undanfarin fimm ár samkvæmt frétt bandaríska dagblaðsinsNew York Times. Þar spila inn í bæði umræður um umhverfisvernd og hefðbundin átök á milli repúblikana og demókrata.

Frétt mbl.is: „Þetta lagafrumvarp er hneyksli“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert