Handteknir fyrir drónaflug

Drón hafa gert sig heimakomin í París síðustu nætur.
Drón hafa gert sig heimakomin í París síðustu nætur. AFP

Þrír fréttamenn Al-Jazeera hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi flogið drónum yfir Parísar borg samkvæmt BBC.

Talsmaður sakskónara segir að að svo stöddu séu engin tengsl milli handtökunnar og dularfullra dróna sem flogið hafa yfir borginni að nóttu til síðustu tvær nætur. Al-Jazeera segir að fréttamennirnir hafi verið að taka upp myndskeið um dularfullu drónaflugin.

Að fljúga drónum yfir París án tilskyldra leyfa er ólöglegt og getur leitt af sér allt upp í eins árs fangelsisvist og sekt upp á 11 milljónir. Flug með leyfum er þar að auki aðeins leyft að degi til og er með öllu ólöglegt á nóttunni.

 Samkvæmt vitnum var einn fréttamannanna að stýra dróninu, annar að taka það upp á myndskeið og sá þriðji horfði á. Nöfn og þjóðerni fréttamannanna hafa ekki verið gefin upp.

Óþekkt drón hafa sést víða um landið síðastliðið ár, þar á meðal yfir forsetahöllinni og yfir höfn í Brittaníu sem hýsir kjarnorkukafbáta sem og yfir kjarnorkuverum. Frönsk yfirvöld hafa hafið rannsókn á flugunum en talsmaður ríkisstjórnarinnar, Stephane Le Foll, hefur þó sagt að drónin séu ekkert til að hafa áhyggjur af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert