Kom í heiminn í sigurkufli

Silas Philips í líknarbelgnum.
Silas Philips í líknarbelgnum. Skjáskot CNN

Silas Philips kom í heiminn á sjúkrahúsi í Los Angeles fyrir stuttu. Hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og var tekinn með keisaraskurði. Honum og móður hans heilsast vel.

Lækninum sem tók á móti Philips brá þó heldur í brún því drengurinn var enn í líknarbelgnum þegar hann kom í heiminn og var belgurinn alveg heill.

Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt.

Stundum gerist það þó að barnið er enn í líknarbelgnum þegar það fæðist, ýmist að hluta til eða umlukið honum. Órofin fósturhimna er kölluð sigurkufl. Víða um heim er talið gæfumerki að fæðast í sigurkufli.

Frétt CNN um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert