Ræða hugsanlegt framsal Polanski

Bandaríkin hafa farið fram á það við pólsk yfirvöld að …
Bandaríkin hafa farið fram á það við pólsk yfirvöld að þau framselji Roman Polanski vegna nauðgunardóms sem Polanski flúði árið 1977. AFP

Kvikmyndagerðarmaðurinn Roman Polanski kom í dag fyrir dómara í Póllandi sem taka munu ákvörðun um hugsanlegt framsal hans til Bandaríkjanna.

Yfirvöld þar í landi hafa farið fram á að fá hann framseldan en hann á yfir höfði sér dóm fyrir að hafa nauðgað þrettán ára gamalli stúlku í Bandaríkjunum árið 1977.

Í frétt AFP-fréttaveitunnar kemur fram að Polanski hafi virst vera rólegur þegar hann mætti í dómshúsið í morgun ásamt lögmanni sínum. Dómarinn sagði ólíklegt að dómurinn tæki ákvörðun í málinu í dag.

Polanski fékk franskan ríkisborgararétt árið 1976 eftir að hann flutti frá Póllandi til Frakklands. Hann gerir ráð fyrir að hefja tökur á nýrri kvikmynd í Varsjá í júlí.

Bandaríkin hafa reglulega farið fram á að hann verði framseldur en án árangurs.

Polanski treystir pólska réttarkerfinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert