Ekki kirsuber heldur marijúana

AFP

Þetta er ekki atriði úr þáttaröðinni Breaking Bad heldur raunveruleikinn. Fjölskyldurekið fyrirtæki í Brooklyn New York, sem framleiddi safa úr kirsuberjum, reyndist vera skálkaskjól fyrir marijúanaframleiðslu.  

Þegar lögreglan gerði áhlaup á fyrirtækið í gær tók Arthur Mondella, 57 ára, eigandi Dell Maraschino Cherries í Brooklyn, á móti þeim, bað um að fá að skreppa á salernið þar sem hann skaut sig til bana.

Í ljós kom við húsleit að í kjallara verksmiðjunnar var stórtæk marijúana framleiðsla en dópframleiðslan var falin á bak við falskan vegg og hillur.

Svo virðist sem óþefur hafi komið upp um framleiðsluna en lögregla hafði fengið vísbendingar um að marijúana þefur kæmi frá húsinu. 

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla lagði lögreglan hald á 36 kg af marijúana og háar fjárhæðir í reiðufé, fleiri hundruð þúsund Bandaríkjadala. Eins var lagt hald á nokkrar lúxusbifreiðar, svo sem Rolls-Royce, og Porsche sem og  Harley-Davidson mótorhjól.

Fram kemur í frétt New York Times að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1948 af föður og afa Mondella. Það hafi verið vel rekið og skilað ágætri afkomu. 

New York Times

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert