Leita enn að fórnarlömbum flóðanna

Enn er tuga saknað eftir að nokkur snjóflóð féllu norður af höfuðborg Afganistan, Kabúl. Að minnsta kosti 187 létust í flóðunum og 129 slösuðust er heimili þeirra urðu undir flóðunum.

Útförum þeirra sem fórust hefur verið frestað þar sem ekki hefur verið fært á milli húsa vegna snjóa, einkum í Panjshir héraði.

BBC greinir frá því að óveðrið hafi komið ýmsum á óvart eftir þurran og mildan vetur. Þrátt fyrir að snjóflóð séu fremur algeng í þessu fjalllenda landi þá hafa aldrei jafn margir farist. Árið 2010 létust 165 er tuttugu snjóflóð féllu á Salang svæðinu. 

Enn er tuga saknað eftir snjóflóð í Afganistan.
Enn er tuga saknað eftir snjóflóð í Afganistan. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert