Tilraun til að dreifa athyglinni?

Dauða Nisman mótmælt. Daginn eftir að Nisman lést stóð til …
Dauða Nisman mótmælt. Daginn eftir að Nisman lést stóð til að hann bæri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður rannsóknar sinnar á árásinni á Asociación Mutual Isra­elita Arg­ent­ina. AFP

Argentíska þingið samþykkti í dag frumvarp um stofnun nýrrar leyniþjónustu. Frumvarpið var lagt fram að forseta landsins, Cristinu Kirchner, en andstæðingar hennar segja því ætlað að draga athyglina frá dauða saksóknarans Alberto Nisman, sem hafði sakað forstann um yfirhylmingu.

Við gildistöku frumvarpsins verður leyniþjónustustofnunin Secretariat of Intelligence lögð niður, en í stað hennar kemur Federal Intelligence Agency, eða alríkisleyniþjónustan.

Kirchner sendi frumvarpið til þingsins í kjölfar dauða Nisman, sem fannst látinn á heimili sínu 18. janúar sl. Hann var með skotsár á höfði og í fyrstu var sagt að um sjálfsmorð væri að ræða. Margir telja hins vegar að ríkisstjórn forsetans hafi látið myrða saksóknarann.

Nisman rannsakaði sprengjuárásina á Asociación Mutual Isra­elita Arg­ent­ina, þar sem 85 létu lífið og 300 særðust. Hann hafði sakað Íran um að standa að árásinni með milligöngu Hezbollah, og hélt því fram að Kirchner og utanríkisráðherrann Hector Timerman hefðu hylmt yfir með írönskum embættismönnum til að viðhalda olíusamningum.

Stjórnvöld hafa hins vegar beint kastljósinu að samstarfsmanni Nisman, leyniþjónustufullrúa að nafni Antonio Stiuso, sem þau segja hafa matað Nisman með röngum upplýsingum. Stiuso var sagt upp störfum í desember, en á þriðjudag sökuðu stjórnvöld hann um að hafa rekið smyglhring og framið skattsvik.

Nisman hafði sakað Kirchner um yfirhylmingu.
Nisman hafði sakað Kirchner um yfirhylmingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert