„Við hirðum vopnin sem þeir skilja eftir“

Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu vinna að því að gera upp skriðdreka og annan vopnabúnað sem áður voru í eigu úkraínska hersins. Meðal annars er unnið að þessu í yfirgefnu iðnaðarhverfi í Donetsk.

„Þetta eru meira og minna úkraínskur búnaður. Við hirðum vopnin sem þeir skilja eftir,“ segir Valentin Borisovich, aðskilnaðarsinni hliðhollur Rússum. „Við málum þau og þau verða ekki úkraínsk lengur.“

Dregið hef­ur úr bar­dög­um síðustu daga í austurhluta Úkraínu og að sögn hers­ins hafa eng­ir her­menn lát­ist síðustu tvo daga, en fjór­ir slasast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert