Banksy laumaði sér til Gaza

Hinn heimsþekkti listamaður Banksy virðist hafa laumað sér til Gaza strandarinnar á dögunum en þar má nú sjá listaverk eftir hann á rústum sprengjuárásir Ísraela.

Mohammed Al-shanbary er einn þeirra sem kom að Banksy við iðju sína. „Hann vildi ekki segja til nafns. Hann málaði myndina og fór. Við spurðum hann um meiningu listaverksins og hann sagði myndina tákna lífið. Veran á myndinni verðskuldi að lifa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert