Ekki látinn eftir allt

Martin Bouygues er 62 ára og sprelllifandi, ástvinum hans til …
Martin Bouygues er 62 ára og sprelllifandi, ástvinum hans til mikillar gleði. AFP

Fréttastofa AFP hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt franska milljarðamæringinn Martin Bouygues, látinn en þær fregnir munu hafa verið stórlega ýktar.

„Við tökum þessu máli mjög alvarlega og höfum sett af stað rannsókn meðal starfsfólks á ritstjórninni til að skilja hvernig slík mistök gætu hafa átt sér stað,“ segir fréttastjóri AFP, Michele Leridon. „Við biðjum Martin Bouygues, ástvini hans, samstarfsmenn og alla notendur okkar innilegrar afsökunnar,“ bætti Bouygues við.

Misskilningur mun hafa átt sér stað milli bæjarstjóra í frönsku þorpi og blaðamanns AFP sem hafði fengið ábendingu um hið meinta dauðsfall.

Bouygues er mikilsmetinn iðnjöfur, stjórnarformaður franska byggingarrisans Bouygues, auk þess að eiga fjölmiðla- og farsímafyrirtæki.

Uppfært 1. mars kl. 08:34:

Í þessari frétt stóð upprunalega að Martin Bouygues væri látinn og var sú fregn höfð eftir AFP. Fréttin hefur nú verið uppfærð vegna ofangreindra aðstæðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert