Vara við hryðjuverkum í Bremen

Frá Bremen í dag.
Frá Bremen í dag. EPA

Lögregluyfirvöld í borginni Bremen í Þýskalandi hafa varað við aukinni hættu á hryðjuverkaárás. Segja þeir ógnina steðja af herskáum íslamistum. Lögregluyfirvöld hafi aukið mannafla sinn í miðborginni auk þess sem samfélag gyðinga í borginni hefur fengið aukna vernd.

Í yfirlýsingu sem fréttastofa Reuters greinir frá kemur fram að lögregla hafi gert húsleit í menningarmiðstöð múslima í borginni auk þess sem kannað hafi verið hvort nokkrir einstaklingar væru að villa á sér heimildir. Þá hefur einn verið handtekinn vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert