Skíðaferðalangar sátu fastir í Ölpunum

AFP

Þúsundir ferðamanna sem dvalist hafa í Val Thorens og Les Menuires í frönsku Ölpunum voru innilokaðir í bæjunum um helgina þegar gríðarstór steinn lokaði á alla umferð inn á svæðið.

Steinninn féll á veginn á föstudaginn og töldu bæjaryfirvöld á svæðinu að vegurinn væri of hættulegur til þess að öruggt væri að aka um hann. Lítill flugvöllur er inni á svæðinu sem lokað er, og tóku ferðaþjónustufyrirtæki til þess ráðs að smala fólki um borð í litlar flugvélar svo hægt væri að koma því heim til sín eftir skíðafríin. Aðrir óþolinmóðir ferðamenn tóku til fótanna og gengu í gegnum skóginn, framhjá steininum að næstu lestarstöð og tóku lestina heim.

Í gær tókst björgunarsveitum svo loks að sprengja steininn í burtu með sprengiefni. 

Steinninn er talinn hafa vegið um 50 tonn. Engan sakaði þegar hann lenti á götunni. 

Sjá frétt The Telegraph

Skemmdirnar eftir steininn voru töluverðar.
Skemmdirnar eftir steininn voru töluverðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert