Ótti gyðinga ekki ástæðulaus

AFP

Forseti samtaka múslima í Þýskalandi, Aiman Mayzek, segir gyðinga hafa ástæðu til að óttast um öryggi sitt í landinu en samtökin vinni að því að taka á andúð á gyðingum meðal þýskra múslima. 

Haft er eftir Mayzek í frétt þýska dagblaðsins Berliner Zeitung að árásir á gyðinga í Þýskalandi séu líka árásir á samfélag múslima. Ummælin koma í kjölfar þess að Josef Schuster, forseti samtaka gyðinga í Þýskalandi, varaði við vaxandi gyðingaandúð í hverfum þýskra borga þar sem múslimar væru fjölmennir. Mayzek sagði þau varnaðarorð eiga rétt á sér.

Hins vegar varaði Mayzek við því að vandamálið væri sérstaklega tengt við múslima í Þýskalandi. Það gæti valdið misskilningi að tala um múslima og „vandamálahverfi“ í sömu andrá. Sagði hann íslam líta á andúð á gyðingum og annan rasisma sem alvarlega synd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert