Verða rekin hætti þau ekki í verkfalli

AFP

Ef flugliðar hjá SAS, sem eru í verkfalli, mæta ekki til vinnu á hádegi þá verður þeim sagt upp. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem flugliðar hjá skandinavíska flugfélaginu mæta ekki til vinnu en verkfallið hefur verið dæmt ólöglegt.

Í tilkynningu frá SAS kemur fram að ólöglegt verkfall flugliðanna hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði efnahagslegar og félagslegar. Því sé nauðsynlegt fyrir SAS að grípa til uppsagna svo starfsemi félagsins verði með eðlilegum hætti á ný. 

Vinnuréttur (Arbejdsretten) Danmerkur úrskurðaði í gær að verkfallsaðgerðir flugliðanna væru ólöglegar og þeim bæri að mæta aftur til vinnu. Starfsmennirnir virtu ákvörðun réttarins að vettugi og þurfti SAS að aflýsa 40 flugferðum í gær.

Klukkan átta í morgun (sjö að íslenskum tíma) var búið að aflýsta 51 flugferð til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 

Ástæða verkfallsins er sú ákvörðun SAS að flytja flugliðana yfir í dótturfélag SAS, lággjaldaflugfélagið Climber, sem SAS yfirtók í desember. Það þýðir verri kjör hjá flugliðunum en hjá SAS.

<a href="http://www.business.dk/transport/sas-bekraeft-at-du-vil-arbejde-eller-faa-en-fyreseddel" target="_blank">Frétt Berlingske </a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert