Brytjuðu lík stúlkunnar niður

Becky Watts.
Becky Watts.

Lögreglan í Bretlandi segist hafa fundið líkamsleifar í leit sinni að hinni sextán ára gömlu stúlku, Becky Watts. Lík stúlkunnar var brytjað niður. Foreldrum stúlkunnar hefur verið tilkynnt um málið. 

Umfangsmikil leit hefur staðið að stúlkunni allt frá því að tilkynnt var um hvarf hennar hinn 20. febrúar. Stúlkan var frá Bristol. 28 ára karlmaður og 21 árs kona voru í gær handtekin, grunuð um að hafa myrt Watts. Þau höfðu áður verið handtekin vegna gruns um að hafa rænt henni.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að allt bendi til þess að lík stúlkunnar hafi verið brytjað niður. Fundust líkamsleifar hennar við húsleit í Bristol í nótt.

Ekki hefur enn verið formlega staðfest að líkamsleifarnar séu af Watts en þó hafa fjölskyldu hennar verið færðar fréttirnar af fundinum. 

Fleiri hafa nú verið handteknir vegna málsins, þrír karlmenn og tvær konur, að því er fram kemur í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Watts fór frá heimili sínu hinn 19. febrúar með símann sinn, fartölvu og spjaldtölvu. Hún sagði engum hvert hún væri að fara.

Frétt mbl.is: Grunuð um að myrða 16 ára stúlku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert