Fjórir mættu á fund Pegida

AFP

Alls mættu fjórir í göngu Pegida (Evrópskir föðurlandsvinir gegn íslamsvæðingu Vesturlanda) í sænsku borginni Linköping í gærkvöldi. Á sama tíma tóku 400 þátt í göngu þar sem fjölbreytileikanum var fagnað í borginni.

Gangan fór fram þrátt fyrir að þeir sem höfðu boðað til hennar mættu ekki sjálfir. Einn þeirra sem tóku þátt í göngunni er listamaðurinn Dan Park, sem hefur verið dæmdur fyrir rasisma, og galleríeigandinn Rönnquist, sem sýndi verk Parks sem voru bönnuð og hann dæmdur fyrir. Rönnquist er stofnandi Pegida í Svíþjóð. 

Fjölmennt lið lögreglu fylgdist með göngunum en Svíar eru vel á verði eftir skotárásir í Kaupmannahöfn og París fyrr á árinu. Eins hafa óeirðir brotist út í göngum Pegida í Þýskalandi. Að sögn lögreglu fóru göngurnar hins vegar afar friðsamlega fram.

Frétt DN.SE

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert