Pútín mætti ekki í útförina

Þúsundir syrgjenda flykktust að til að votta virðingu sína við útför rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Syrgjendur stóðu þolinmóðir í röð til að sjá líkkistu Nemtsov og leggja við hana blóm áður en hún var flutt í kirkjugarð í borginni.

Samkvæmt BBC var mörgum stjórnmálamönnum Evrópusambandsríkjanna bannað að taka þátt í útförinni auk þess sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny, sem situr af sér 15 daga fangelsisvist, fékk ekki að mæta. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, mætti ekki til útfararinnar og sendi lágtsettan embættismann í sinn stað.

Eftir útförina sendi Navalny frá sér yfirlýsingu þar sem hann fullyrti að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á morðinu. 

„Ég trúi að Nemtsov hafi verið myrtur af meðlimum ríkisstjórnarinnar (leyniþjónustunnar) eða samtökum fylgjandi ríkisstjórninni vegna skipanna pólitískra leiðtoga landsins (þar á meðal Vladimir Pútín),“ segir í yfirlýsingunni.

Hann sagði sökina þó einnig geta leigið hjá opinberum starfsmönnum í Yaroslavl sem Nemtsov hafði verið að rannsaka vegna spillingar. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 

Nemtsov mun hvíla í Troyekurovskoye kirkjugarðinum en þar hvílir einnig blaðamaðurinn Anna Politkovskaya sem var myrt árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert