Gríðarleg sprenging í námunni

Ættingjar námuverkamannanna við námumunnann í morgun. Að minnsta kosti 32 …
Ættingjar námuverkamannanna við námumunnann í morgun. Að minnsta kosti 32 eru látnir og tugir eru enn fastir inni í námunni. AFP

Að minnsta kosti 32 námuverkamenn létust í öflugri sprengingu í kolanámu í austurhluta Úkraínu í dag. Náman er á svæði sem er undir yfirráðum aðskilnaðarsinna.

Sprengingin varð í grennd við flugvöllinn í Donetsk en þar hafa stöðugir bardagar geisað milli uppreisnarmanna og úkraínska hersins. Átökin á svæðinu hafa nú staðið í um ár.

„Hrikalegur harmleikur átti sér stað í morgun í Zasyadko-námunni,“ sagði Volodymír Grojsman, forseti þingsins í Kænugarði í dag. Mínútur þögn var í  þingsalnum í kjölfarið.

Fleiri eru inni í námunni og því ljóst að tala látinna gæti hækkað. Talsmaður námufyrirtækisins segir að enn séu um 70 manns neðanjarðar í námunni. Verið er að reyna að koma þeim út. Talsmaðurinn segir að metangas sé orsök sprengingarinnar.

Um 207 manns voru ofan í námunni er sprengingin varð í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert