Hverjir dóu og hvernig?

Nafn Boris Nemtsov, 55 ára, hefur bæst við langan lista stjórnarandstæðinga í Rússlandi sem hafa dáið með dularfullum hætti undanfarin ár.

Gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda sem látið hafa lífið hafa fallið frá með ýmsum hætti og í flestum tilfellum eru morð þeirra óupplýst. Sumir hafa verið skotnir, fyrir aðra hefur verið eitrað og enn aðrir hafa verið hengdir. Þá eru dæmi um að þeim hafi verið neitað um læknismeðferð í fangelsi.

Ser­gei Yus­hen­kov

Stjórn­mála­maður­inn Ser­gei Yus­hen­kov, 52 ára, var myrt­ur við heim­ili sitt í Moskvu í apríl 2003. Hann var há­vær gagn­rýn­andi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og stofnaði ásamt fleir­um flokk­inn Li­ber­al Russia árið 2000. Aðeins fá­ein­um mánuðum fyr­ir morðið á Yus­hen­kov var ann­ar meðlim­ur flokks­ins skot­inn til bana og sagði Yus­hen­kov op­in­ber­lega að hann teldi morðið eiga rót sína í stjórn­mál­um. Li­ber­al Russia öðlaðist fyrst viður­kenn­ingu sem full­gild­ur og lög­leg­ur flokk­ur í Rússlandi aðeins nokkr­um klukku­tím­um áður en Yus­hen­kov var skot­inn margsinn­is í brjóst­kass­ann.

Yuri Shchekochik­hin

Í júlí sama ár lést þing- og rann­sókn­ar­blaðamaður­inn Yuri Shchekochik­hin eft­ir dul­ar­full veik­indi sem vöruðu í 16 daga.

Vitni lýs­ir veik­ind­un­um sem svo að Shchekochik­in hafi kvartað yfir þreytu og að rauðir blett­ir hafi birst á húð hans. Líf­fær­in gáf­ust síðan upp eitt af öðru og einnig missti hann allt hárið. Shchekochik­hin var þekkt­ur fyr­ir skrif sín um spill­ingu í land­inu og þó svo að lækn­ar segi hann hafa lát­ist vegna of­næmisviðbragða er fjöl­skylda hans sögð ef­ast og hafa reynt að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar og skýrsl­ur án ár­ang­urs.

Paul Klebni­kov

Rannsóknarblaðamaðurinn Paul Klebni­kov, 41 árs, lést í júlí árið 2004. Hann var skotinn fyrir utan höfuðstöðvar blaðsins Forbes í Moskvu. Klebnikov hafði m.a. rannsakað stríðið í Tétsníu. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið.

Anna Politkovskaya

Í októ­ber 2006 var rann­sókna­blaðamaður­inn Anna Polit­kovskaya, 48 ára, skot­in til bana fyr­ir utan íbúð sína í Moskvu. Polit­kovskaya var einna þekkt­ust fyr­ir ákafa gagn­rýni á ríkisstjórnina vegna stríðsins í Tétsníu. Morðið var sagt bera merki leigu­morðs. Poli­kovskaya hafði áður fengið hót­an­ir vegna frétta sinna auk þess sem marg­ir telja að áður hafi verið reynt að myrða hana árið 2004 þegar hún fékk skyndi­lega heift­ar­lega matareitrun.

Al­ex­and­er Lit­vin­en­ko

Aðeins mánuði síðar sama ár dó fyrr­ver­andi njósn­ar­inn Al­ex­and­er Lit­vin­en­ko, 43 ára, eft­ir að hafa drukkið te sem hafði verið blandað geislavirku efni, póloni,­ á hót­eli í London. Sagt er að Lit­vin­en­ko hafi sinn­ast við Vla­dimír Pútín seint á tí­unda ára­tugn­um þegar sá síðar­nefndi var yf­ir­maður í rúss­nesku leyniþjón­ust­unni FSB. Lit­vin­en­ko starfaði við innra eft­ir­lit í rík­is­stofn­un­um og er sagður hafa eign­ast marga óvini í vinnu sinni við að koma upp um spill­ingu. Lit­vin­en­ko og Poli­kovskaya eru sögð hafa verið nán­ir vin­ir og unnið sam­an í bar­átt­unni gegn Kreml.

Lit­vin­en­ko varð fyrst áber­andi árið 1998 þegar hann kom upp um meint ráðabrugg um að myrða auðjöf­ur­inn Bor­is Berezov­sky. Hann var hand­tek­inn í kjöl­farið, sakaður um að hafa mis­notað vald sitt sem op­in­ber starfsmaður og eyddi níu mánuðum í fang­elsi. Síðar skrifaði hann bók þar sem hann hélt því fram að sprengju­árás á rúss­neska blokk sem tók líf yfir 300 manns hefði í raun verið skipu­lögð af FSB en ekki téts­nesk­um upp­reisn­ar­mönn­um eins og rúss­nesk yf­ir­völd halda fram. Lit­vin­en­ko flúði til Bret­lands árið 2000. Hann breytti reglu­lega um heim­il­is­fang og síma­núm­er en árið 2005 var gerð til­raun til að ýta vagni full­um af bens­ín­sprengj­um inn á heim­ili hans. Lit­vin­en­ko hélt áfram að tala gegn rúss­nesku rík­is­stjórn­inni allt til dauðadags.

Natalia Estemirova

15. júlí 2009 var Nataliu Estemirova, 50 ára, rænt og fannst hún látin nokkrum klukkustundum síðar. Hún var ötull baráttumaður fyrir mannréttindum. Hún hafði rannsakað spillingu stjórnvalda í Tétsníu og var rænt er hún var stödd í höfuðborginni Grosní. 

Stanislav Markelov og Anastasia Baburova

19. janúar árið 2009 voru mannréttindalögfræðingurinn Stanislav Markelov, 34 ára, og blaðamaðurinn Anastasia Baburova, 25 ára, skotin á götu úti í Moskvu eftir að hafa komið fram á blaðamannafundi í borginni.

Bor­is Berezov­sky

Auðjöf­ur­inn Bor­is Berezov­sky, 67 ára, fannst látinn á baðher­bergi heim­il­is síns í London í mars 2013. Berezov­sky var eitt sinn mjög áhrifa­mik­ill í rúss­nesk­um stjórn­mál­um en vald hans tók að rýrna þegar Pútín tók um stjórntaum­ana. Enn er ekki fylli­lega ljóst hvers vegna Berezov­sky dó. Dánar­or­sök­in var köfn­un enda fannst hann með band um háls­inn en dán­ar­dóm­stjóri sagði sönn­un­ar­gögn­in ekki næg til að full­yrða að um sjálfs­morð hefði verið að ræða og hef­ur það orðið til þess að vanga­velt­ur um morð hafa vaknað.

Margir hafa minnst Boris Nemtsov á götum úti í Rússlandi.
Margir hafa minnst Boris Nemtsov á götum úti í Rússlandi. AFP
Alexander Litvinenko á sjúkrahúsinu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að …
Alexander Litvinenko á sjúkrahúsinu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að koma í ljós. mbl.is
Blaðamaðurinn Anna Politkovskaya.
Blaðamaðurinn Anna Politkovskaya. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert