Stjúpbróðir Watts í haldi lögreglu

Becky Watts.
Becky Watts.

Par sem er í haldi lögreglu grunað um að hafa myrt Becky Watts eru stjúpbróðir Watts og kærasta hans. Líkamsleifar Watts fundust brytjaðar niður í Bristol í Bretlandi fyrr í vikunni, en stúlkan hafði verið týnd í tíu daga.

Stjúpbróðirinn, hinn 28 ára gamli Nathan Matthews og kærasta hans Shauna Phillips eru enn í haldi lögreglu þar sem þau eru í stöðugum yfirheyrslum. 

Samkvæmt frétt The Independent er Matthews sonur stjúpmóður Becky, Anjie Galsworthy. Talið er að parið eigi tveggja ára gamla dóttur.

Fimm aðrir, fjórir menn og ein kona hafa verið handtekin vegna málsins. Eru þau öll á þrítugsaldri og grunuð um að hafa aðstoðað morðingja Watts, en hún var aðeins sextán ára gömul. Líkamsleifarnar fundust í heimahúsi í aðeins rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá heimili Watts í Bristol. 

Lögreglumenn fundu líkamsleifarnar á mánudaginn eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu. Var þeim sagt að líkið hafi verið brytjað niður og hvar það mætti finna. 

Fjölskylda stúlkunnar hefur nú tjáð sig um fundinn. „Við skiljum ekki af hverju einhver myndi vilja meiða okkar fallegu Becky á svona hræðilegan hátt,“ sagði í yfirlýsingu móður Watts, ömmu og bróður. Bættu þau við að enginn tengdur fjölskyldunni væri í haldi lögreglu vegna málsins. 

Faðir Becky, Darren Galsworthy og stjúpmóðir sögðu að fregnirnar væru of erfiðar og báðu um næði til að syrgja. „Hjörtu okkar eru brotin. Við skiljum ekki hvað hefur gerst og af hverju,“ sagði afi stúlkunnar, John Galsworthy. 

Watts fór frá heim­ili sínu hinn 19. fe­brú­ar með sím­ann sinn, far­tölvu og spjald­tölvu. Hún sagði eng­um hvert hún væri að fara.

Grunuð um að myrða 16 ára stúlku

Brytjuðu lík stúlkunnar niður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert