Árásin á sendiherrann „verðskulduð refsing“

Hér má sjá skurðinn stuttu eftir árásina.
Hér má sjá skurðinn stuttu eftir árásina. AFP

Norður-kóreskir ríkisfjölmiðlar hafa kallað árás kóresks manns á sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu „refsingu“. Undirgekkst sendiherrann, Mark Lippert, þriggja tíma aðgerð í nótt, en hann særðist á handlegg og andliti er maðurinn réðst að honum með litlum hníf.  Samkvæmt frétt NBC þurfti að sauma 80 spor í sendiherrann en skurður á andliti hans var tíu sentímetra langur.

Lippert segist líða vel eftir aðgerðina og sagði á Twitter að hann kæmi aftur til starfa eins fljótt og auðið er. Talsmaður sjúkrahússins sagði í samtali við fjölmiðla að gert sé ráð fyrir einhverri lömun í andliti hans og handlegg eftir árásina. 

Eins og fram hefur komið réðst maður sem er and­víg­ur sam­eig­in­leg­um heræf­ing­um Banda­ríkja­manna og Suður-Kór­eu að sendiherranum er hann snæddi morg­un­verð í miðborg Seúl. Er lögregla nú að íhuga hvort maðurinn verði ákærður fyrir tilraun til manndráps, en hann er 55 ára gamall og heitir Kim Ki-jong.

Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu sagði í dag að árásin væri „verðskulduð refsing“ og „hnífur réttvísinnar“ gegn æfingum bandaríska hersins í Suður-Kóreu. 

Í frétt NBC kemur fram að Lippert sé þekktur fyrir afslappað og opinn lífsstíl. Er hann virkur á Twitter og sést oft í Seúl á gangi með hundi sínum Grigsby. Þess má geta að Grigsby er einnig nokkuð virkur á Twitter. Lippert og eiginkona hans eignuðust nýlega son sem hlaut kóreskt miðnafn. 

Sendiherrann á batavegi

Ráðist á sendiherra Bandaríkjanna

Suður-kóreskur búddamunkur í samverustund sem haldin var í kjölfar árásarinnar.
Suður-kóreskur búddamunkur í samverustund sem haldin var í kjölfar árásarinnar. AFP
Hér má sjá árásarmanninn eftir að hann var yfirbugaður.
Hér má sjá árásarmanninn eftir að hann var yfirbugaður. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert