Ógiltu World Press verðlaun

Af vef Giovanni Trolio
Af vef Giovanni Trolio

Skipuleggjendur helstu ljósmyndaverðlauna í heimi, World Press Photo, hafa ógilt verðlaunaveitingu nýverið þar sem ljóst er að myndin stenst ekki þær kröfur sem eru gerðar. Um var að ræða myndaröð ítalska ljósmyndarans Giovanni Trolio „The Dark Heart of Europe“ þar sem mynd frá belgíska iðnaðarbænum Charleroi reyndist alls ekki tekin þar. Er þetta enn eitt dæmið um fölsun ljósmynda sem mjög er rætt um þessi misserin, að því er segir í frétt AFP.

Um er að ræða verðlaunin Contemporary Issue World Press Award 2015 sem Troilo fékk nýverið fyrir myndröð sína.

Í tilkynningu frá World Press Photo kemur fram að myndirnar standist ekki þær kröfur sem eru gerðar og að mynd sem átti að hafa verið tekin í Charleroi reyndist vega tekin í Brussel. Þetta hafi Troilo staðfest við stjórnendur keppninnar og þessi fölsun brýtur gegn þeim reglum sem gilda um keppnina.

Í myndröðinni var horft á niðurnídd hverfi og byggingar í Evrópu og reiddust margir íbúar Charleroi yfir myndunum þaðan og sagði bæjarstjórinn að þarna væri sannleikanum hagrætt. 

Sjá nánar hér

Umfjöllun Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert