Snowden vill snúa aftur til Sviss

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden.
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden segist myndu „elska það“ að fá pólitískt hæli í Sviss. Hann eigi átt margar af sínum bestu minningum lífsins frá borginni Genf, þar sem hann starfaði eitt sinn hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA.

Snowd­en hlaut pólitískt hæli í Rússlandi sumarið 2013. Er hann með formlegt leyfi til að dvelja í landinu til ársins 2017. Til að byrja með dvaldi hann í einn mánuð á flug­vell­in­um í Moskvu en eft­ir það hef­ur lítið til hans sést. Ekki er vitað hvar hann dvel­ur í land­inu.

Snowden ræddi - í gegnum tölvu - við áhorfendur heimildarmyndarinnar Citizenfour, sem fjallar um uppljóstranir hans, í Genf í dag.

Hann sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu ekki veitt honum neina tryggingu fyrir að hann fengi sanngjörn réttarhöld, gæfi hann sig fram.

„Það eina sem þeir hafa sagt á þessu stigi málsins er að þeir munu ekki taka mig af lífi. Það er augljóslega ekki það sama og að samþykkja sanngjörn og opin réttarhöld,“ sagði hann.

Hann nefndi einnig að hann hefði alls beðið um hæli í 21 ríki, aðallega í Evrópu, en án nokkurs árangurs. Hann kenndi afskiptum Bandaríkjamanna um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert