Þróa bóluefni gegn ebólu

AFP

Lokastig tilrauna með bóluefni gegn ebóluveirunni hófst í Gíneu í gær. Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að vonir standi til að efnið geti hjálpað til sem vörn gegn sjúkdómnums skæða.

Ef virkt bóluefni finnst, þá verður það fyrsta efnið sem gagnast í baráttunni við ebólufaraldurinn. Bóluefnið, sem um ræðir, nefnist VSE-EBOV og var þróað af rannsakendum á vegum Heilbrigðisstofnunar Kanada.

Tæplega tíu þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í vesturhluta Afríku og yfir tuttugu þúsund manns veikst.

Eins og fram hefur komið var karlmaður lagður inn á sjúkrahús í Björgvin í gærkvöldi, en grunur lék á um að hann væri smitaður af ebólu. Svo reyndist ekki vera. Maðurinn var nýkominn frá Síerre Leóne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert