Leita lækningar við Alzheimer í geimnum

Reynt verður að finna leiðir til að sporna við myndun …
Reynt verður að finna leiðir til að sporna við myndun trefjótts slíms í heila Alzheimersjúklinga. Ljósmynd/NASA

Er svarið við Alzheimersjúkdómnum að finna í geimnum? Alltjent eru hafnar tilraunir um borð í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem hafa þann tilgang að finna meðferð við sjúkdómnum og lækningu.

Er það í fyrsta sinn sem vísindamenn munu sannreyna hvort þyngdarleysið gæti reynst gagnlegt í baráttunni við fjölda hrörnunarsjúkdóma.

Í heilahrörnunarsjúkdómum eins og Alzheimer hlaupa tilteknar kjarnsýrur saman og mynda trefjótt slím í heila viðkomandi. Hrynur það oft undan eigin þyngd í tilraunastofum á jörðu niðri en vonast er til að í þyngdarleysi megi framleiða nógu mikið af slíminu svo rannsaka megi það oní kjölinn, í smáatriðum.

Vonast er til að hægt verði með rannsóknum í geimnum að varpa ljósi á hvernig megi ráðast gegn trefjaslíminu í fólki og þar með Alzheimersjúkdómnum.

Alþjóðlega geimstöðin, ISS.
Alþjóðlega geimstöðin, ISS.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert