Tröll hrella Emmu Watson

Emma Watson.
Emma Watson. AFP

Svonefnd nettröll hafa hrellt bresku leikkonuna Emmu Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, eftir að hún flutti ræðu á ráðstefnu á vegum UN Women í London höfuðborg Bretlands í gær. 

Haft er eftir Watson á fréttavef Daily Telegraph að mest af gagnrýninni sem hún hafi fengið hafi komið frá öðrum konum. vefsíðan nokkur hafi ennfremur hótað að birta af henni nektarmyndir á netinu. Það hafi að vísu verið gabb en hins vegar væri það þannig að konur fengju raunverulegar hótanir af því tagi.

Watson segist hafa orðið mjög reið eftir að hafa fengið hótunina. Það væri einmitt af þessari ástæðu sem hún hafi látið jafnréttismál kynjanna sig varða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert