15 ár fyrir 239 grömm af kókaíni

Peter Hans Naumann var í dag dæmdur í 15 ára …
Peter Hans Naumann var í dag dæmdur í 15 ára fangelsi.

Þjóðverji var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla kókaíni til Balí.

Peter Hans Naumann, 48 ára, var handtekinn á flugvellinum á indónesísku eyjunni í september en tollvörðum fannst hann hegða sér grunsamlega eftir að hafa komið til landsins með flugi frá Bangkok. Við fyrstu leit fannst ekkert en við innvortis rannsókn á sjúkrahúsi kom í ljós að hann var með ellefu pakkningar, alls 239 grömm, af kókaíni falið innvortis. maðurinn játaði við réttarhöldin að hafa verið heitið greiðslu upp á fimm þúsund Bandaríkjadali, 700 þúsund krónur, fyrir smyglið.

Dómarinn segir að það hafi verið honum virt til refsilækkunar að hann sæi eftir glæpnum og að hann hafi ekki áður komist í kast við lögin. Því sé hann dæmdur í 15 ára fangelsi og til að greiða tæpar 11 milljónir króna í sekt, en ekki til dauða líkt og lög heimila.

Fá ríki í heimi beita jafn hörðum viðurlögum við fíkniefnaviðskiptum og Indónesía og hefur forseti landsins, Joko Widodo, sem tók við embætti í október, lýst því yfir að neyðarástand sé að myndast í landinu vegna aukinnar eiturlyfjafíknar. Á næstu dögum verða nokkir útlendingar teknir af lífi fyrir brot á fíkniefnalöggjöf landsins..

Peter Hans Naumann
Peter Hans Naumann AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert