Ljósin slokknuð í Sýrlandi

Gervitunglamyndir teknar yfir Sýrlandi 2011 og í ár sýna breytingar …
Gervitunglamyndir teknar yfir Sýrlandi 2011 og í ár sýna breytingar á næturlýsingu þar í landi.

Fjögur ár verða liðin næstkomandi sunnudag, 15. mars, frá því styrjaldarátök brutust út innan landamæra Sýrlands. Nýjar gervitunglamyndir sýna afleiðingar átakanna á táknrænan hátt.

Þær sýna það myrkur sem borgarastyrjöldin hefur leitt yfir landið, en að sögn óháðra regnhlífarsamtaka félaga sem óháð eru opinberum stjórnvöldum, #WithSyria, eru 83% næturljósanna frá því fyrir stríð slokknuð.

Ástæðan er þó ekki einungis vegna hinnar gríðarlegu eyðileggingar mannvirkja sem átt hefur sér stað í átökunum. Einnig kemur flótti um 10 milljóna íbúa sem hrakist hafa af á flótta rfá heimkynnum sínum. Og loks reyna margir að komast hjá loftárásum með því að slökkva ljós í hýbýlum sínum. Líf án ljósa er kostur sem margir munu hafa valið sér.

Breytingin frá 2011 er einkar áberandi á svæðum kringum borgirnar Homs og Raqqa, svo og á Alep-svæðinu þar sem 97% lýsingarinnar er horfin. Annars staðar hafa miklu minni breytingar orðið, svo sem í Damaskus þar sem aðeins 35% lýsingarinnar er horfin.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert