Sendu raforku þráðlaust

Vísindamenn sjá fyrir sér að sólorku yrði safnað og breytt …
Vísindamenn sjá fyrir sér að sólorku yrði safnað og breytt í raforku í gervitunglum sem streymdu henni síðan niður til jarðarinnar.

Japönskum vísindamönnum hefur tekist að senda orku þráðlaust, en það er talið geta átt eftir að nýtast síðar meir til að beisla sólorku í sérstökum rafstöðvum úti í geimnum og senda hana til jarðar.

Að sögn japönsku geimvísindarannsóknastofnunarinnar (JAXA) er hér um mikilsverð þáttaskil að ræða.  Vísindamennirnir notuðu örbylgjur til að streyma 1,8 kílóvatta raforku af mikilli nákvæmni til mótttökutækis í 55 metra fjarlægð. 

Þótt vegalengdin í tilrauninni sé ekki mikil er talið að tæknin gæti átt eftir að gera jarðarbúum tæknilega kleift einhvern tíma í framtíðinni að virkja þá gríðarlega miklu sólorku sem er að finna utan gufuhvolfsins til brúks á jörðu niðri, segir talsmaður JAXA.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert