Bíða með að uppfylla kosningaloforð

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands. AFP

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í gær að gríska ríkisstjórnin þyrfti mögulega að bíða með að uppfylla nokkur kosningaloforð sín á meðan viðræður standa yfir við lánardrottna gríska ríkisins.

Á blaðamannafundi á Ítalíu í gær sagði fjármálaráðherrann jafnframt að samningaviðræðurnar gætu jafnvel staðið yfir í nokkur ár. Hann vildi annars ekki tjá sig frekar um hvaða kosningaloforð þyrfti að slá á frest.

Flokkur hans, vinstriflokkurinn Syriza, var sigurvegari þingkosninganna í Grikklandi sem fram fóru í lok janúarmánaðar. Flokkurinn lofaði því meðal annars fyrir kosningarnar að draga verulega úr aðhaldsaðgerðum og auka þess í stað útgjöld til ýmissa málaflokka.

For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Clau­de Juncker, hefur sagst vera ósátt­ur við hversu hægt miðar í viðræðum Grikkja við lánardrottna sína. Hann seg­ir hins vegar enga hættu á að viðræðurn­ar sigli í strand með þeim af­leiðing­um að Grikk­ir yf­ir­gefi evru­svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert