Ikea lokar vef í Rússlandi

Ikea í Moskvu.
Ikea í Moskvu. EPA

Ikea ætlar að loka vef sínum í Rússlandi þar sem fyrirtækið óttast að efni á vefnum gangi gegn lögum landsins sem banna að samkynhneigð sé hampað.

Í tilkynningu frá sænska fyrirtækinu kemur fram að greinar í vefritinu Ikea Family Live gætu verið túlkaðar sem áróður fyrir samkynhneigð í Rússlandi. Lögin sem banna fjallað sé um samkynhneigð við börn voru samþykkt árið 2013.

Samkvæmt frétt BBC segir í tilkynningu frá Ikea að fyrirtækið reyni að fylgja lögum í þeim ríkjum sem það starfar og því hafi verið ákveðið að hætta að gefa vefritið út í Rússlandi. Í vefritinu, sem er gefið úr í 25 löndum, er reynt að sýna ólíkar gerðir fólks enda ætlað að endurspegla gildi Ikea, þar sem jafnrétti ríkir og allir að fá sömu tækifæri. 

Ikea rekur meðal annars verslun í Moskvu
Ikea rekur meðal annars verslun í Moskvu EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert