„Munum berjast án miskunnar“

Forseti Túnis, Beji Caid Essebsi, hét því í dag að engin grið yrðu gefin í baráttunni við hryðjuverkamenn í kjölfar þess að byssumenn myrtu 22 manns, þar af 20 erlenda ferðamenn, í þjóðminjasafni landsins í dag.

„Ég vil að túniska þjóðin geri sér grein fyrir því að við erum í stríði við hryðjuverkamenn og að þessir villimannlegu minnihlutahópar hræða okkur ekki,“ sagði hann í sjónvarpsávarpi. „Við munum berjast við þá án misskunnar til síðasta andardráttar.“

Erlendu ferðamennirnir sem létu lífið voru frá Suður-Afríku, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu. Tveir Túnisar létu einnig lífið, almennur borgari og lögreglumaður. Tveir byssumenn voru skotnir til bana af lögreglunni. Leitað er að mögulegum viðorðsmönnum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert