Nauðgun notuð sem stríðsvopn

Denis Mukege
Denis Mukege AFP

Skurðlæknirinn Denis Mukwege sem hefur veitt þúsundum kvenna, sem hefur verið misþyrmt hrottalega við nauðganir í Austur-Kongó er einn þeirra sem margir töldu að hlyti Friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Svo var ekki raunin en nú hefur verið gerð heimildarmynd um starf hans og viðleitni við að reyna að veita konum og stúlkum þolanlegt líf.

Belgíski kvikmyndaframleiðandinn Thierry Michels fylgdi lækninum að störfum en hann reynir að veita fórnarlömbum nauðgana læknishjálp, bæði sálræna og líkamlega. Kynferðislegt ofbeldi er að sögn Michaels stríðsvopn en flestar kvennanna eru fórnarlömb hermanna og skæruliða sem fara um landið og eira engu.

Myndin The Man Who Mends Women -- the Wrath of Hippocrates verður frumsýnd í Haag á morgun.

Thierry Michel segir að eftir því sem tíminn líður þá margfaldist ofbeldið og segir að myndin sé ákall til heimsins um að gefa þessu gaum og grípa til aðgerða gegn gegndarlausu kynferðisofbeldi sem sé beitt sem stríðsvopni í Austur-Kongó.

Í myndinni er fylgst með kvensjúkdómalækninum Mukwege að störfum á Panzi sjúkrahúsinu sem hann stofnaði árið 1999 og sinnir nokkrum fórnarlömbum nauðgana á hverjum degi. Þúsundir kvenna hafa notið aðstoðar hans í þessu stríðshrjáða landi en  borgarastríð hefur geisað þar í um áratug. Eitt helsta vopn skæruliða er kynferðislegt ofbeldi en stjórnarherinn er heldur ekki saklaus því hryllilegar frásagnir eru um hvernig hermenn hafa nauðgað og misþyrmt stúlkum og konum.

Meðal skjólstæðinga Mukwege eru börn og jafnvel kornabörn. „Líkami kvenna er orðinn vígvöllur og nauðgun er notuð sem stríðsvopn,“ sagði Mukwege í nóvember þegar hann tók við Sakharov verðlaununum á Evrópuþinginu.

„Í hverri konu sem hefur verið nauðgað sé ég eiginkonu mína. Í hverri móður sem hefur verið nauðgað sé ég móður mína og í hverju barni sem hefur verið nauðgað sé ég börnin mín,“ sagði hann einnig. „Við höfum eytt of miklum tíma og orku í að laga afleiðingar ofbeldisins. Það er orðið tímabært að takast á við ástæðuna.“

AFP
Borað fyrir vatni í þorpi í Austur-Kongó svo konur og …
Borað fyrir vatni í þorpi í Austur-Kongó svo konur og börn þurfi ekki að ganga langar leiðir til að sækja vatn. Það getur kostað þau lífið. AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert