Ferðamaður varð hákarli að bráð

Frá ströndum Rauðahafsins í Egyptalandi.
Frá ströndum Rauðahafsins í Egyptalandi. AFP

Þýskur ferðamaður sem staddur var í Egyptalandi varð í gær hákarli að bráð. Maðurinn var staddur á strönd Rauðahafsins og stakk sér til sunds þegar hákarl beit af honum fótinn.

Maðurinn, sem var 52 ára gamall, lést samstundis en réttarmeinarannsókn fer nú fram.. Lögreglan rannsakar nú málið. Fulltrúi í þýsku utanríkisþjónustunni hefur staðfest að um þýskan ferðamann sé að ræða en dánarorsök liggur ekki fyrir.

Ströndin við Rauðahafið í Egyptalandi er vinsæll áfangastaður fyrir kafara. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem hákarl banar kafara á svæðinu því árið 2010 lést rúmlega sjötugur, þýskur ferðamaður á svipuðum slóðum. 

Sjá frétt The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert