Uppreisnarmenn rændu þyrluáhöfninni

Þyrlan í fjallshlíðinni.
Þyrlan í fjallshlíðinni. AFP

Íslamskir uppreisnarmenn tóku áhöfnina úr þyrlu stjórnarhersins á Sýrlandi til fanga eftir að þyrlan brotlenti í norðausturhluta landsins á Idlib-svæðinu. Fimmti áhafnarmeðlimurinn var myrtur af uppreisnarmönnunum. 

„Þyrlan skaddaðist og þurfti að nauðlenda á svæðinu þar sem armur úr hryðjuverkasamtökunum Al Kaída ræður ríkjum,“ segir talsmaður sýrlenskra eftirlitsmanna með mannréttindabrotum í samtali við AFP.

Myndir sem farið hafa um netið sýna hóp af mönnum safnast í kringum flak af þyrlu sem liggur á hlið í fjallshlíð. 

Sýrlenska ríkissjónvarpið hefur staðfest að um herþyrlu sé að ræða en hún á að hafa bilað vegna tæknilegra vandræða. Unnið er nú að því að staðsetja áhöfnina til þess að geta komið henni til bjargar. 

Segir talsmaður eftirlitsmannanna að tveir mismunandi uppreisnarhópar hafi tekið mennina til fanga, annar hópurinn er óþekktur og er hann með tvo í haldi. 

Þyrlur stjórnarhersins eru notaðar í hernaði í landinu, oftast til þess að sprengja litlar höfuðstöðvar skæruliðahópa á strjábýlum svæðum, að sögn AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert