Aftökusveitir lögleiddar í Utah

Dauðadeild í bandarísku fangelsi.
Dauðadeild í bandarísku fangelsi. AFP

Ríkisstjórinn í Utah, Gary Herbert, skrifaði í gærkvöldi undir lög sem heimila notkun aftökusveita í ríkinu í þeim tilvikum sem ekki er hægt að taka fanga af lífi með banvænni lyfjablöndu.

Með þessu verður Utah eina ríki Bandaríkjanna sem beitir þessari aftökuaðferð en einhver ríki eru að kanna hvaða leiðir þau eiga að fara við aftökur vegna skorts á lyfjum sem notuð eru við aftökur. Evrópskir lyfjaframleiðendur neita að selja lyf til ríkja Bandaríkjanna ef nota á lyfin til þess að drepa.

Samkvæmt BBC finnst Herbert ríkisstjóra aftökusveitir frekar hryllilegar en segir að ríkið þurfi á varaaftökuaðferð að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert