Síðasta myndin af fórnarlambi flugslyssins?

Myndin er talin vera sú síðasta sem tekin var af …
Myndin er talin vera sú síðasta sem tekin var af einhverju af fórnarlömbum flugslyssins.

Myndin hér að ofan sýnir Hussein Javadi, íranskan íþróttafréttamann, speglast í glugga hótels í Barselóna.

Talið er myndin sé sú síðasta sem sýnir eitt af fórnarlömbunum sem létu lífið þegar Germanwings flugvél fórst í frönsku ölpunum í fyrradag. 

Javadi hafði farið til borgarinnar til að fylgjast með leik Barselóna og Real Madrid á sunnudag. Hann tók myndina með símanum sínum þegar hann var að yfirgefa hótelið sem hann hafði dvalist á til þess að komast á flugvöllinn að sögn The Independent. Hann hugðist fjalla um vináttulandsleiki Írans við Síle og Svíþjóð í Þýskalandi. Myndin er tekin aðeins fáeinum klukkutímum áður en flugvélinn skall á fjallgarðinum með þeim afleiðingum að allir 144 farþegar, Javadi þar með talinn, og sex áhafnarmeðlimir vélarinnar létu lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert