Bækistöðvar Boko Haram teknar

Nígerískir hermenn ganga framhjá vopnabúnaði Boko Haram-liða.
Nígerískir hermenn ganga framhjá vopnabúnaði Boko Haram-liða. EPA

Nígeríski herinn tilkynnti í gær að bærinn Gwoz hefði verið tekinn á ný, en þar hafa hryðjuverkasamtökin Boko Haram haft sínar helstu bækistöðvar og lýstu þaðan yfir kalífadæmi á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum frá varnarmálaráðuneyti landsins náðist mikið magn af skotfærum og vopnum í bænum og var leit hafin í nágrenninu að liðsmönnum samtakanna.

Einnig fannst fjöldi líka í bænum, en heimildir herma að yfirstjórn samtakanna hafi fyrirskipað fjöldamorð á konum sem liðsmenn samtakanna höfðu tekið sér fyrir eiginkonur.

Fregnirnar koma á besta tíma fyrir Goodluck Jonathan, forseta Nígeríu, en forsetakjör fer fram í landinu í dag. Kosningarnar áttu að fara fram í febrúar, en var frestað vegna hættunnar frá Boko Haram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert