Samningar takist fyrir miðvikudag

Sergeir Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands og aðalsamningsmaður ríkisins í kjarnorkuviðræðunum við Íran, telur meira en helmingslíkur á því að samningar muni nást um hina umdeildu kjarnorkuáætlun íranskra stjórnvalda.

Í dag hófust viðræður Írana við stórríkin sex, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Þýskaland, á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Hafa samningsmenn ríkjanna sett sér það markmið að semja fyrir næsta miðvikudag, 1. apríl.

Utanríkisráðherrar ríkjanna sögðu eftir samningafundinn í dag, sem fram fór í svissnesku borginni Lausanne, að lausn væri í sjónmáli.

Kjarn­orku­áætlun Írans þykir afar um­deild og vilja stór­veld­in hindra það að Íran­ir komi sér upp kjarna­vopn­um.

Frá samningafundinum í dag.
Frá samningafundinum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert