Skila Palestínumönnum skattinum

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Ríkisstjórn Ísraels hefur ákveðið að afhenda stjórnvöldum í Palestínu skatttekjur sem ná yfir nokkurra mánaða tímabil, en afhendingin er í samræmi við samkomulag ríkjanna.

Ísrael innheimta að jafnaði skatt af palestínskum launamönnum sem starfa í Ísrael en búa á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Gerir samkomulag ríkjanna ráð fyrir að skatttekjurnar fari í rekstur opinberrar þjónustu á Vesturbakkanum.

Skattarnir hafa aftur á móti ekki skilað sér seinustu mánuði. Þess í stað hafa stjórnvöld í Ísrael haldið þeim eftir til að mótmæla framgöngu Palestínumanna.

Talið er að upphæðin nemi tugum milljarða íslenskra króna. Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lét hafa eftir sér að afhending skattteknanna væri gerð af mannúðarástæðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert